Hugsa fyrst svo að eyða

Ég veit ekki með ykkur en ef ég fæ bréf frá "bankanum"mínum sem segir mér að ég eigi að fara inná aðra síðu, þá er málið að fara leggja 2+2 saman og fá út 5. Delete mail takk fyrir. 

Nokkur góð ráð fyrir tölvupóstinn ykkar:

Hafa tvö póstföng, eitt fyrir allt drasl og svo annað sem er aldrei notað nema fyrir vini og t.d bankaviðskipti 

Skoða alltaf póstfangið frá viðkomandi manneskju/stofnun (xxx@landsbanki.is  er fínt xxx@lundsbanki.is er það ekki)

Í lang flestum tilvikum á síðum þar sem þú þarft að skrá þig inn með lykilorði senda þeir þér aldrei tölvupóst. Ekki til að segja þér að fara á aðra síðu, biðja þig um lykilorðið þitt, því þeir týndu því eða bara senda þér neitt án þess að þú baðst um það fyrst

Fá sér almennilega veiruvörn NOD32 er best, AntiVir og AVG er líka fínar ókeypis vírusvarnir. Fá einhvern til að stilla þetta fyrir mann ef þú kannt það ekki sjálf/sjálfur.

Ef að vírusvörnin ykkar getur ekki fundið "rootkits" þá verður að sækja rootkit scanner, Blacklight frá F-Secure er fínn og það og virkar ókeypis til 1. Apríl (ath. varið ykkur einnig á diskum frá Sony Tounge )

Skipta yfir í Linux eða Mac

Eflaust eitthvað sem ég er að gleyma en jæja,  síðan númer 1 2 og 3 eins og í svo mörgu öðru þá er bara að nota almenna skynsemi

 

Hvernig er það annars, eru einhverjir búnir að fá þessi auðkennis tæki í pósti enþá? Þetta lítur út fyrir að vera svaka hlunkur. Það á eftir að verða algjört vesin fyrir mann að ferðast með þetta ef svo er, á eflaust eftir að detta úr úlpu vasanum hjá manni Crying

 

 

 

 


mbl.is Tölvuþrjótar sviku milljónir út úr Nordea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðkennislykillinn er svona svipað stór og usb lykill.

Þegar búið er að virkja hann er hægt að skrá varaleið, sem sendir kóðann í sms (á númer sem þú skráir fyrirfram) ef þú ert ekki með lykilinn á þér og þarft að komast inn.

mánudagur (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 08:17

2 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Góð tips, þó held ég að þeir sem falla fyrir þessum auðveldum trickum eru flest öll 50 árum eldri en við ;P En með mailið, lítið mál að spoofa return addressuna, þannig mailið gæti alveg verið frá @landsbanki.is, en þúrt kannski beðinn um að fara á lundsbanki.is og breyta password þar ;P

Gunnsteinn Þórisson, 22.1.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Kristján Guðmundsson

Ok fínt að heyra þetta með auðkennis lykilinn, var að fá hann í pósti núna. Fannst hann líta út fyrir að vera miklu stærri þegar maður sá mynd af honum

Hef greinilega ekki verið að fá svona útpæld phishing mail sjálfur, annars forðast maður sjálfur bara að opna allan póst  :)

Kristján Guðmundsson, 22.1.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband