Færsluflokkur: Bloggar
13.7.2007 | 03:51
Bókin > Myndin
Jæja maður bjóst svo sem ekkert við of miklu af nýju Harry Potter myndinni, bókin er sú lengsta af þeim öllum og eflaust verið vandamál að koma öllu til skila. Fannst alltof mikið af góðum atriðum úr bókinni sleppt, St Mongos (?) spítalinn þar ofarlega í flokki. Ímynda mér að þeir sem hafa ekki lesið bækurnar hljóti að finnast myndin ansi götótt á köflum og mikið af húmornum fer framhjá þeim sem ekki hafa lesið bækurnar.
Leikurinn hjá krökkunum var misjafn eins og áður, hann virðist þó fara batnandi eftir því sem þau verða eldri. Stelpan sem lék Luna Lovegood fannst mér samt alveg frábær, alveg eins og ég sá hana fyrir mér. "Endabardaginn" var fínn og fannst mér sérstaklega skemmtilegt að hann var ekki klukkutími að lengd eins og virðist vera svo vinsælt þessa daganna (Pirates 3, Transformers og fleiri)
Jæja nóg af þessu, seinasta bókin sem kemur nú út í mánuðinum veldur vonandi ekki vonbrigðum :)
Mikil aðsókn að Harry Potter og Fönixreglunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 21:19
Endurkoma sem virkaði?
Veit ekki með ykkur en man einhver eftir einhverri endurkomu hjá bandi sem hefur virkað? Fólk gæti sagt Take That (guð ég þoldi það "band" ekki hérna í den) en ég er meira að hugsa um svona "ekta hljómsveitir"
Annars var og er Northen Soul alveg frábær plata og smáskífurnar af Urban Hymns voru góðar en solo ferillinn hjá Ashcroft algjör hryllingur
The Verve tekur til starfa á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 22:35
Eilífar svipting
Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2007 | 20:44
Sýndum þeim hvar Davíð keypti ölið
Og það var sko aldeilis ekki fengið í Bourgogne :D
Frábært strákar svo er bara að halda áfram á þessari braut
Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2007 | 00:33
Hugsa fyrst svo að eyða
Ég veit ekki með ykkur en ef ég fæ bréf frá "bankanum"mínum sem segir mér að ég eigi að fara inná aðra síðu, þá er málið að fara leggja 2+2 saman og fá út 5. Delete mail takk fyrir.
Nokkur góð ráð fyrir tölvupóstinn ykkar:
Hafa tvö póstföng, eitt fyrir allt drasl og svo annað sem er aldrei notað nema fyrir vini og t.d bankaviðskipti
Skoða alltaf póstfangið frá viðkomandi manneskju/stofnun (xxx@landsbanki.is er fínt xxx@lundsbanki.is er það ekki)
Í lang flestum tilvikum á síðum þar sem þú þarft að skrá þig inn með lykilorði senda þeir þér aldrei tölvupóst. Ekki til að segja þér að fara á aðra síðu, biðja þig um lykilorðið þitt, því þeir týndu því eða bara senda þér neitt án þess að þú baðst um það fyrst
Fá sér almennilega veiruvörn NOD32 er best, AntiVir og AVG er líka fínar ókeypis vírusvarnir. Fá einhvern til að stilla þetta fyrir mann ef þú kannt það ekki sjálf/sjálfur.
Ef að vírusvörnin ykkar getur ekki fundið "rootkits" þá verður að sækja rootkit scanner, Blacklight frá F-Secure er fínn og það og virkar ókeypis til 1. Apríl (ath. varið ykkur einnig á diskum frá Sony )
Skipta yfir í Linux eða Mac
Eflaust eitthvað sem ég er að gleyma en jæja, síðan númer 1 2 og 3 eins og í svo mörgu öðru þá er bara að nota almenna skynsemi
Hvernig er það annars, eru einhverjir búnir að fá þessi auðkennis tæki í pósti enþá? Þetta lítur út fyrir að vera svaka hlunkur. Það á eftir að verða algjört vesin fyrir mann að ferðast með þetta ef svo er, á eflaust eftir að detta úr úlpu vasanum hjá manni
Tölvuþrjótar sviku milljónir út úr Nordea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)